Geyma mengaðan jarðveg á lóð borgarinnar í leyfisleysi

Sævarhöfði.
Sævarhöfði. mbl.is/sisi

Dótturfyrirtæki Reykjavíkurborgar, Malbikunarstöðin Höfði, geymir mengaðan jarðveg á lóð Sævarhöfða 6-10 í leyfisleysi.

Um er að ræða brot á lögum um meðhöndlun úrgangs, en Morgunblaðið greindi frá því í síðustu viku að skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar andmælti ekki beiðni skrifstofu framkvæmda og viðhalds hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar um að mengað jarðvegsefni yrði geymt tímabundið á lóð á Sævarhöfða.

Til eru skýrar reglugerðir um það að þegar verið er að losa eða endurvinna mengaðan jarðveg þurfi ásamt jákvæðri umsögn frá skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar að fara í gegnum umsóknarferli hjá annaðhvort Umhverfisstofnun eða Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Mismunandi leikreglur

Í samskiptum Samtaka iðnaðarins (SI) við Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur kom í ljós að skrifstofa framkvæmda og viðhalds hefði ekki fengið leyfi frá ofangreindum stofnunum. Enn fremur kemur fram í svari frá heilbrigðiseftirlitinu til SI að Reykjavíkurborg hafi fallið frá áformum um að setja upp losunaraðstöðu fyrir mengaðan jarðveg á svæðinu. Engu að síður er jarðvegurinn geymdur á svæðinu.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka