„Rafmagn yrði aldrei vandamál fyrir okkur“

Keflavíkurflugvöllur er með allt að þrjár varaaflsstöðvar ef til þess …
Keflavíkurflugvöllur er með allt að þrjár varaaflsstöðvar ef til þess kæmi að rafmagni slægi út vegna mögulegs goss á Svartsengi. Samsett mynd

Keflavíkurflugvöllur er með allt að þrjár varaaflsstöðvar ef til þess kæmi að rafmagni slægi út vegna mögulegs goss við Þorbjörn.

Ein varaaflsstöð er á flugvellinum og svo eru tvær aðrar varaaflsstöðvar sem eru hreyfanlegar og yrði lítið mál að færa á flugvöllinn, samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Allar varaaflsstöðvarnar eru dísilknúnar.

„Rafmagn yrði aldrei vandamál fyrir okkur,“ segir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia í samtali við mbl.is.

Eru með leiðir til að bregðast við vatnsleysi

Ef til þess kæmi að virkjunin í Svartsengi og starfsemi hennar félli út vegna mögulegs goss á Reykjanesskaganum yrði það vandasamt verk að koma rafmagni, vatni og heitu vatni um Suðurnes.

Varðandi það ef vatn myndi hætta að berast á flugvöllinn segir Guðjón:

„Við erum með ákveðnar leiðir til að bregðast við því ef til vatnsleysis kemur og við erum bara að vinna í útfærslu á því.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka