Sex úrskurðuð í gæsluvarðhald

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn Samsett mynd

Sex voru í dag úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Það var gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn kemur í kjölfar skotárásar í Úlfarsárdal í Reykjavík aðfaranótt fimmtudags.

Í tilkynningu frá lögreglu segi að einn til viðbótar hafi verið handtekinn í tengslum við málið, en ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir honum og sé sá laus úr haldi lögreglu.

Lögreglan segir ekki vera hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert