Svartur ruslapoki á styttu séra Friðriks

Svörtum ruslapoka hefur verið komið fyrir yfir höfði styttunnar af …
Svörtum ruslapoka hefur verið komið fyrir yfir höfði styttunnar af séra Friðriki. mbl.is/Kristinn Magnússon

Búið er að setja svartan ruslapoka á styttuna af séra Friðriki Friðrikssyni sem stendur við Bern­höftstorf­una í hjarta miðborg­ar­inn­ar. 

Mál tengd séra Friðriki komust í kastljós fjölmiðlanna í kjölfar nýútkominnar bókar Guðmund­ar Magnús­son­ar, sagn­fræðings og fyrrverandi blaðamanns Morgunblaðsins. Í bókinni greinir Guðmundur frá því að séra Friðrik hafi leitað á ung­an dreng, sem nú er kom­inn hátt á full­orðins­ár.

Ferðamenn virða fyrir sér styttuna.
Ferðamenn virða fyrir sér styttuna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mikið hefur verið rætt um afdrif styttunnar í kjölfar útgáfu bókarinnar, þ.e. hvort að styttan eigi að fá að standa áfram, eða hvort að eigi að taka hana niður.

Stefán Páls­son, sagn­fræðing­ur og vara­borg­ar­full­trúi Vinstri grænna, óskaði meðal annars eftir hugmyndum af nýrri styttu í stað styttunnar af Friðriki. 

Ósáttir einstaklingar virðast nú hafa tekið málið í sínar hendur því búið er að koma svörtum ruslapoka fyrir yfir efri búk styttunnar. 

Styttan komst í kastljós samfélagsins eftir útgáfu bókar um séra …
Styttan komst í kastljós samfélagsins eftir útgáfu bókar um séra Friðrik. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í síðustu viku óskaði mbl.is eftir svörum frá Reykjavíkurborg um það hvort borgin hygðist end­ur­skoða til­veru­rétt minn­is­merk­is­ins og hvort ein­hverj­ar verklags­regl­ur væru fyr­ir hendi þegar um minn­is­merki er að ræða og mál af þessu tagi kæmu upp.

Reykja­vík­ur­borg svar­ar því skrif­lega til að málið væri ný­upp­komið og að marg­ir starfs­menn væru í fríi vegna vetr­ar­leyfa. Því þyrfti meiri tíma til að svara fyr­ir­spurn­inni efn­is­lega. Enn hafa þó ekki borist svör frá Reykjavíkurborg. 

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert