Tíu ára dómur fyrir manndráp í Hafnarfirði

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. mbl.is/Hákon

Ungur maður hlaut í dag 10 ára dóm fyrir manndráp í Hafnarfirði á bílastæði við verslunina Fjarðarkaup. Tveir aðrir ungir menn hlutu tveggja ára dóm fyrir sinn þátt í árásinni, en brot þeirra flokkaðist undir vísvitandi líkamsárás.

Sautján ára gömul stúlka hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm til fimm ára fyrir brot á hjálparskyldu, en hún tók árásina upp.

Árásin átti sér stað í apríl, en dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.

Fjögur ungmenni voru ákærð í málinu, þar af þrír ungir menn fyrir að hafa orðið 27 ára gömlum pólskum karlmanni að bana á á bif­reiðastæði við versl­un­ina Fjarðar­kaup í Hafnar­f­irði í apríl. Var fórn­ar­lambið úr­sk­urðað látið á vett­vangi og hef­ur málið vakið nokk­urn óhug. 

Sá sem hlaut þyngsta dóminn var 18 ára og fimm mánaða gamall þegar hann varð pólska manninum að bana. Hinir tveir voru undir lögaldri.

Þá var stúlka undir lögaldri einnig ákærð fyrir brot á hjálparskyldu fyrir að hafa ekki komið manninum til aðstoðar. Hún hafði tekið upp mynd­skeið af árás­inni á síma.

Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara og saksóknari málsins, vildi ekki tjá sig um niðurstöðu dómsins að dómsuppkvaðningu lokinni.

Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness, en það vakti nokkra athygli þegar Jónas Jóhannsson, dómari málsins, ákvað að öll meðferð málsins yrði fyrir luktum dyrum. Tók hann þá ákvörðun á grund­velli ungs ald­urs sak­born­inga. Þrír af fjór­um sak­born­ing­um eru und­ir 18 ára aldri. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka