Stóru línur kröfugerðarinnar myndaðar í dag

Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, á formannafundi ASÍ.
Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, á formannafundi ASÍ. mbl.is/Kristinn Magnússon

Finn­björn Her­manns­son, for­seti Alþýðusam­bands Íslands (ASÍ), seg­ir það ástand sem fólk upp­lifi í dag til­komið af hagnaðardrif­inni verðbólgu sem komi verka­fólki ekki við.

Formanna­fund­ur ASÍ stend­ur yfir á Hót­el Nordica.

Vill verka­lýðshreyf­ing­una sam­einaða að borðinu

Finn­björn seg­ir í sam­tali við mbl.is að verka­fólk sé fórn­ar­lamb allra þeirra hækk­ana á mat­vöru og bankaþjón­ustu sem hafa átt sér stað hér á landi. Seg­ir hann að verka­lýðshreyf­ing­in vilji ganga sam­einuð að samn­inga­borðinu.

„Við vilj­um kalla alla að borðinu og það er stóra málið að þetta er mjög fjölþætt verk­efni sem mjög marg­ir þurfa að koma að.“

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og 1. varaforseti ASÍ, og …
Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR og 1. vara­for­seti ASÍ, og Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýsðfé­lags Akra­ness, á formanna­fundi ASÍ. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Hafa skyld­um að gegna gagn­vart öðrum en al­menn­ingi“

For­seti ASÍ kall­ar jafn­framt eft­ir ábyrgð stjórn­mála­manna gagn­vart launa­fólki í land­inu.

„Fyr­ir­tæk­in, bankaþjón­ust­an og aðrir hafa aldrei þurft að fjöl­menna niður á Aust­ur­völl til að krefjast ein­hvers ein­hverra hluta vegna. Ég geri ráð fyr­ir að þeir hafi þá betri aðgang að stjórn­mála­mönn­um sem eru að laga aðstæður þeirra og kring­um­stæður sem launa­fólk hef­ur ekki. Við höf­um bara þetta eina tæki­færi þegar kem­ur að kjara­samn­ing­um og við ætl­um að nýta það núna.“

Finn­björn sagði í setn­ing­ar­ræðu sinni á fund­in­um í dag upp­lif­un verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar þá að stjórn­mála­menn hafi skyld­um að gegna gagn­vart öðrum en al­menn­ingi.

„Við get­um auðvitað velt því fyr­ir okk­ur hvort það stjórn­mála­fólk sem nú er við völd í land­inu skorti ábyrgðar­til­finn­ingu. Við vit­um að skeyt­ing­ar­leysið um hag launa­fólks er al­gjört. En eru þau ábyrgðarlaus? Ég tel svo ekki vera. Þau hafa bara skyld­um að gegna gagn­vart öðrum en al­menn­ingi í land­inu, sem skýrist af aðgerðum á kjör­tíma­bil­inu,“ sagði Finn­björn í ræðu sinni í dag.

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hann sagði sam­fé­lag okk­ar vera í veru­leg­um vanda statt og ráðamenn kunni þá lausn eina að auka álög­ur á al­menn­ing.

„Við sáum um síðustu ára­mót hvernig rík­is­stjórn­in skrúfaði upp verðbólg­una með því að hækka skatta og krónu­gjöld og í fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varpi er boðuð sama stefna; nú sem fyrr koma kerf­is­breyt­ing­ar ekki til greina til að tryggja að út­gerðin greiði eðli­legt gjald af auðlindar­entu eða auðugt fólk borgi hærri skatta af fjár­magn­s­tekj­um og hætti tekju­til­flutn­ingi.

Við sjá­um að illa sködduð tekju­til­færslu­kerf­in ná ekki leng­ur að upp­fylla til­gang sinn. Ójöfnuður­inn fer vax­andi og nú er svo komið að fólk í fullri vinnu nær ekki að láta enda ná sam­an. Lægst launaða verka­fólkið strit­ar en býr við fá­tækt. Ástandið er orðið eins og við þekkj­um í Banda­ríkj­un­um þar sem fólk í fullri vinnu fær „mat­armiða” vegna þess að laun­in nægja ekki til fram­færslu,“ sagði Finn­björn í ræðunni og dró ekk­ert und­an.

For­menn, for­seti og vara­for­set­ar skipi viðræðunefnd

Þá sagði hann í ræðu sinni að á fundi formanna lands­sam­banda og stærstu aðild­ar­fé­laga á þriðju­dag hafi náðst samstaða um að ASÍ-fé­lög­in standi sam­an að viðræðum við viðsemj­end­ur inn­an Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og við full­trúa rík­is­valds­ins um sam­eig­in­leg mál.

Sagði hann þá ákvörðun svo hafa verið rædda á fundi miðstjórn­ar ASÍ á miðviku­dag.

„Þar var ákveðið að for­menn lands­sam­banda og stærstu fé­laga myndi viðræðunefnd­ina ásamt for­seta og vara­for­set­um Alþýðusam­bands­ins,“ sagði hann í ræðunni.

Finn­björn kveðst aðspurður bjart­sýnn á að for­menn­irn­ir muni sam­ein­ast um að þétta raðirn­ar með þess­um hætti en sagði þó að ekki væri hægt að bind­ast neinu í dag því samn­ings­um­boðið liggi hjá samn­inga­nefnd­un­um.

„En eft­ir þenn­an fund verðum við kom­in með stóru lín­urn­ar hvað varðar kröf­ur á rík­is­vald og sam­eig­in­leg­ar kröf­ur á at­vinnu­rek­end­ur. Við för­um svo bara að vinna úr því strax í næstu viku.“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sat formannafundi ASÍ.
Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, sat formanna­fundi ASÍ. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Alls ekki er al­gilt að verka­lýðshreyf­ing­in setj­ist svo sam­stillt að samn­inga­borðinu þó for­dæmi séu fyr­ir því og at­hygli vek­ur að viðræðunefnd­in verði hugs­an­lega skipuð for­mönn­um lands­sam­banda og stærstu fé­laga ásamt for­seta og vara­for­set­um ASÍ.

Í máli Finn­björns á fund­in­um kom fram að hann hafi tekið að sér embætti for­seta ASÍ í full­vissu þess að verka­lýðshreyf­ing­in hafi ætlað að snúa bök­um sam­an og að per­sónu­leg­ar erj­ur væru að baki.

„Ég veit að við náum engu fram í þeim stóru verk­efn­um sem við okk­ur blasa ef við ætl­um að viðhalda klofn­ingi og ágrein­ingi. Ef það er ein­læg­ur ásetn­ing­ur okk­ar að nýta ekki styrk­inn sem felst í fjöld­an­um og sam­stöðunni full­yrði ég að sér­hags­muna­verðirn­ir og fjár­magn­söfl­in munu ekki hika við að færa sér í nyt svo aug­ljós veik­leika­merki,“ sagði hann í ræðu sinni.

Seg­ir hann að ef af verði komi samn­inga­nefnd hreyf­ing­ar­inn­ar til með að vera mjög sterk og vel skipuð. 

„Ég held að við get­um varla haft sterk­ari samn­inga­nefnd en það,“ seg­ir Finn­björn í sam­tali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert