Banamanninum gert að greiða tæpar 30 milljónir

Banamaður í morði sem framið var á bílastæði við verslunarhúsnæði …
Banamaður í morði sem framið var á bílastæði við verslunarhúsnæði í Hafnarfirði í apríl, sem dæmt var í í gær, er gert að greiða tæpar 30 milljónir króna. mbl.is/Hákon

Karlmanninum, sem sakfelldur var fyrir manndráp á bílastæði við verslunarhúsnæði í Hafnarfirði í apríl, hefur verið gert að greiða tæpar 30 milljónir króna í málskostnað, miskabætur og sakarkostnað. Dómurinn féll í gær og hlaut hann 10 ára fangelsisdóm.

Er banamanninum gert að greiða 3.978.868 krónur í málskostnað sem rennur í ríkissjóð, 11.651.699 krónur í sakarkostnað, 3.000.000 í miskabætur með vöxtum til barnsmóður hans fórnarlambsins fyrir hönd ólögráða dóttur fórnarlambsins, 8.129.657 króna bætur vegna missis framfæranda með 4,5 % vöxtum og svo loks 2.394.837 krónur með vöxtum til móður hins látna.

Tveir aðrir ung­ir menn hlutu tveggja ára dóm fyr­ir sinn þátt í árás­inni, en brot þeirra flokkaðist und­ir vís­vit­andi lík­ams­árás. Annar þeirra greiðir 10.385.974 í sakarkostnað og hinn greiðir 10.454.684 krónur í sakarkostnað.

17 ára gömul stúlka sakfelld

Sautján ára göm­ul stúlka hlaut tólf mánaða skil­orðsbund­inn dóm til fimm ára fyr­ir brot á hjálp­ar­skyldu, en hún tók árás­ina upp. Hún greiðir 5.088.953 krónur í sakarkostnað.

Annan sakarkostnað upp á 2.816.625 krónur greiða árásarmennirnir þrír óskipt.

Eins og mbl.is greindi frá í gær þá náðist at­b­urðarás­in að miklu leyti á upp­töku í nokkr­um mis­mun­andi mynd­skeiðum. Virðast þau sýna það að upp­tök árás­ar­inn­ar hafi verið vegna meintr­ar 5.000 króna fíkni­efna­skuld­ar.

Fórn­ar­lambið var stungið sex sinn­um og lést af stungusári beint í hjartað. Alls liðu 8-9 mín­út­ur frá upp­hafi árás­ar og þar til fórn­ar­lambið lá í valn­um.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka