Bensín og rafmagn verði í boði á Granda

Ásta S. Fjelsted er forstjóri Festar.
Ásta S. Fjelsted er forstjóri Festar. Ljósmynd/Aðsend

Festi ehf. hefur sótt um leyfi til Reykjavíkurborgar um uppbyggingu fjölorkustöðvar N1 á lóðinni Fiskislóð 15-21 á Granda. Á lóðinni eru verslanir Krónunnar, Jysk, Elko og Byko. Í næsta nágrenni, Ánanaustum, er Olís með bensínstöð. Þar er einnig hraðhleðslustöð Ísorku.

Samkvæmt tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna Fiskislóðar 15-21 verður komið fyrir þremur nýjum byggingarreitum þannig að búnaður til eldsneytissölu og rafmagnshleðslu komist fyrir í jaðri lóðarinnar.

Byggingarreitir sýna jafnframt það sem er neðanjarðar, tankar og fleira. Komið er fyrir tveimur dælum fyrir fjóra bíla og búnaði til rafhleðslu fyrir allt að átta bíla. Að öðru leyti gilda núverandi skilmálar.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag, laug­ar­dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert