Einkareknir fjölmiðlar fá 470,5 milljónir

Styrkirnir eru hærri í ár en í fyrra.
Styrkirnir eru hærri í ár en í fyrra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Samtals verður 470,5 milljónum króna úthlutað til 25 einkarekinna fjölmiðla í ár. Úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla hafnaði þremur umsóknum af þeim 28 sem bárust. Þóttu þær ekki uppfylla öll skilyrði fyrir stuðningi samkvæmt lögum um fjölmiða. Kemur þetta fram í tilkynningu frá úthlutunarnefndinni.

Hæstu styrkina fá Árvakur hf. og Sýn hf., eða 107,1 milljón hvort. Sameinaða útgáfufélagið fær hæstan styrk á eftir þeim, 54,7 milljónir.

Rekstrarstuðningur skal að hámarki vera fjórðungur af stuðningshæfum rekstrarkostnaði umsækjenda. Endanlegt hlutfall ræðst þó af umfangi og fjölda umsókna. 

Staðbundnir fjölmiðlar utan höfuðborgarsvæðisins fá 20% álag á upphæð styrks.

Upphæðin sem verður úthlutað er talsvert hærri í ár en í fyrra, þegar hún var 380 milljónir.

Styrkirnir í ár eru eftirfarandi:

  • Árvakur hf. 107.155187
  • Birtíngur útgáfufélag ehf. 200.32.898
  • Bændasamtök Íslands 20.816.416
  • Eigin herra ehf. 3.103.234
  • Elísa Guðrún ehf. 5.931.816
  • Eyjasýn ehf. 2.367.395
  • Fótbolti ehf. 7.678.544
  • Fröken ehf. 10.974.262
  • Hönnunarhúsið ehf. 1.600.769
  • Leturstofan Vestmannaeyjum ehf. 4.020.746
  • MD Reykjavík ehf. 7.855.101
  • Mosfellingur ehf. 2.107.530
  • Myllusetur ehf. 33.997.545
  • Nýprent ehf. 5.950.249
  • Prentmet Oddi ehf. 4.836.300
  • Saganet – Útvarp Saga ehf. 4.732.544
  • Sameinaða útgáfufélagið ehf. 54.701.442
  • Skessuhorn ehf. 15.826.217
  • Sólartún ehf. 16.119.419
  • Steinprent ehf. 2.616.804
  • Sýn hf. 107.155.187
  • Tunnan prentþjónusta ehf. 3.801.810
  • Útgáfufélag Austurlands ehf. 7.460.416
  • Útgáfufélagið ehf. 6.713.182
  • Víkurfréttir ehf. 12.962.661
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert