Samtals verður 470,5 milljónum króna úthlutað til 25 einkarekinna fjölmiðla í ár. Úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla hafnaði þremur umsóknum af þeim 28 sem bárust. Þóttu þær ekki uppfylla öll skilyrði fyrir stuðningi samkvæmt lögum um fjölmiða. Kemur þetta fram í tilkynningu frá úthlutunarnefndinni.
Hæstu styrkina fá Árvakur hf. og Sýn hf., eða 107,1 milljón hvort. Sameinaða útgáfufélagið fær hæstan styrk á eftir þeim, 54,7 milljónir.
Rekstrarstuðningur skal að hámarki vera fjórðungur af stuðningshæfum rekstrarkostnaði umsækjenda. Endanlegt hlutfall ræðst þó af umfangi og fjölda umsókna.
Staðbundnir fjölmiðlar utan höfuðborgarsvæðisins fá 20% álag á upphæð styrks.
Upphæðin sem verður úthlutað er talsvert hærri í ár en í fyrra, þegar hún var 380 milljónir.
Styrkirnir í ár eru eftirfarandi: