Brunabótamat þess atvinnuhúsnæðis á Íslandi, sem ekki er mögulegt að verja fyrir ofanflóðum, nemur um 5,5 milljörðum. Stærstur hluti þeirra eigna er á Seyðisfirði, eða sem nemur um 4,5 milljörðum.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur í samráði við Veðurstofu Íslands lagt fram.
Er skýrslunni ætlað að skapa yfirsýn yfir þann ofanflóðavanda sem við er að eiga á atvinnusvæðum í ofanflóðahættu og hefur hún verið lögð inn í samráðsgátt.
Allt frá árinu 1996 hefur ofanflóðanefnd lagt áherslu á að verja íbúðarhúsnæði í þéttbýli. Nýja skýrslan fjallar aftur á móti um tíu þéttbýlisstaði þar sem atvinnuhúsnæði er á C-svæði. Á slíkum svæðum skal öryggi tryggt með varanlegum varnarvirkjum eða uppkaupum íbúðahúsnæðis.
Meiri áhætta er leyfð í atvinnuhúsnæði en íbúðarhúsum, þar sem viðvera fólks er mun minni, eða aðeins 40% á móti 75% í heimahúsi.
Þeir möguleikar sem skýrsluhöfundar velta upp eru:
Hægt verður að senda umsagnir og ábendingar um efni skýrslunnar í samráðsgátt stjórnvalda til 15. nóvember næstkomandi.