Aflýsa ferðum til Bláa lónsins

Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir fyrirtækið hafa tekið ákvörðunina með …
Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir fyrirtækið hafa tekið ákvörðunina með öryggi starfsmanna og viðskiptavina í huga. Samsett mynd

Björn Ragnarson, framkvæmdarstjóri Kynnisferða, segist alls ekki hafa haft í huga að gefa fordæmi með ákvörðuninni að hætta ferðum Kynnisferða til Bláa lónsins frá og með hádegi á morgun, heldur sé það alfarið af öryggisástæðum.

Vísir greindi fyrst frá málinu.

Björn segir þetta auðvitað vera mikið rask á starfsseminni, en að í ljósi upplýsinga síðustu daga frá vísindamönnum og fleirum var niðurstaðan að aflýsa ferðum næstu þrjá daga og meta svo stöðuna.

Þekkja það vel að þurfa að aflýsa

Björn segist ekki hafa fundið fyrir óánægju meðal viðskiptavina eftir tilkynninguna, en segir þau vön aðstæðum sem þessum.

„Út af veðrinu á Íslandi þá þekkjum við það vel að þurfa að aflýsa,“ segir Björn og bætir við að ferðamenn finni sér yfirleitt eitthvað annað það gera. Viðskiptavinir sem áttu bókað næstu daga fái að sjálfsögðu endurgreitt. 

Spurður hvort að verið sé að gefa fordæmi með þessari ákvörðun segir Björn að þau hafi alls ekki haft það í huga. „Við mátum þetta bara út frá öryggi gestanna okkar og starfsmanna.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert