Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar í dag klukkan 15.00, en þar mun Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, fara yfir stöðu mála vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga.
Einnig verða á fundinum Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvöktunar á Veðurstofu Íslands, Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, Kristinn Harðarson, framkvæmdarstjóri frá HS Orku og Páll Erland, forstjóri hjá HS Veitum.
Í tilkynningu frá almannavörnum segir að fundurinn sé haldinn til að miðla upplýsingum og fara yfir þau verkefni sem unnið er að vegna jarðhræringanna á Reykjanesi.