Ekki rýmt nema fólk sé í hættu

Víðir Reynisson á fundinum í dag.
Víðir Reynisson á fundinum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki verður gripið til rýmingar vegna mögulegs eldgoss á Reykjanesskaga nema fólk sé í hættu. Þetta sagði Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, á upplýsingafundi fyrr í dag.

„Það skiptir máli hvar gosið byrjar og hvert hraunstraumur liggur,” sagði hann í svari við spurningu blaðamanns.

Kristín Jónsdóttir.
Kristín Jónsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Víðir sagði verstu sviðsmyndirnar gefa til kynna að nægur tími yrði til að rýma, bæði í kringum Svartsengi og Grindavík. Svartsengi yrði rýmt áður en eldgos hæfist en rýmt yrði í Grindavík eftir að það hæfist. Með Svartsengi átti hann við alla starfsemi þar, meðal annars hótel, ferðamannastaði og atvinnustarfsemi.

Kvika þyrfti að brjóta sér leið upp

Spurður hvað þyrfti að gerast til að almannavarnir færu af óvissustigi yfir á hættustig sagði Víðir að merki þyrfti að vera um að kvika væri að brjóta sér leið upp til yfirborðsins. „Við þurfum frekari vísbendingar til að fara á hættustig.”

Kristín Jónsdóttir á Veðurstofunni sagði ekkert benda til þess að mögulegt eldgos yrði stærra en síðustu gos.

Frá Grindavík.
Frá Grindavík. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka