Frekar róleg nótt á Reykjanesskaga

Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands, segir að nýr GPS-punktur …
Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands, segir að nýr GPS-punktur næturinnar sýni óbreytta stöðu á Reykjanesskaga. Fundað verður um stöðu mála þegar líður á morguninn. mbl.is/Hákon

Nóttin var frekar róleg hvað jarðskjálftavirkni varðar á Reykjanesskaga. Að sögn Elísabetar Pálmadóttur náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands hafi eftir sem áður skjálftar hlaðist inn en mest hafi verið um smáskjálfta að ræða.

„Þeir hafa ekki verið stórir og fólk hefur verið að fá svefnfrið.“

Segir hún að nýr GPS-punktur næturinnar sýni óbreytta stöðu á svæðinu. Fundað verður um stöðu mála þegar líður á morguninn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka