Heitavatnslaust víða

Starfsmenn Veitna við störf á höfuðborgarsvæðinu í sumar.
Starfsmenn Veitna við störf á höfuðborgarsvæðinu í sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heitavatnslaust verður í nokkrum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, auk Breiðholts, frá klukkan 22 á miðvikudag, vegna viðgerða Veitna sem tengjast undirbúningi mislægra gatnamóta við Arnarnesveg.

Í tilkynningu Veitna segir að heitavatnslaust verði í Garðabæ, Álftanesi, Hafnarfirði, Kópavogi og Breiðholti.

Hleypt á fimm tímum síðar

Stefnt er að því að heitu vatni verði aftur hleypt á um fimm tímum síðar og er búist við að fullur þrýstingur verði kominn aftur á hjá öllum íbúum á svæðinu um kl. sjö að morgni fimmtudags.

Hrefna Hallgrímsdóttir, forstöðumaður hitaveitu hjá Veitum, segir í samtali við Morgunblaðið að umræddar viðgerðir séu hluti af hefðbundnum störfum Veitna þegar um stofnframkvæmdir sé að ræða.

„Það er verið að gera smá viðgerð á suðuræð, sem er aðalflutningsæð hitaveitunnar á suðursvæði höfuðborgarsvæðisins. Þetta er pípan sem fæðir vatn að öllum þessum bæjarhlutum sem verða fyrir lokuninni. Þetta tengist framkvæmdinni við Arnarnesveg, en þar er verið að undirbúa mislæg gatnamót og er þessi viðgerð nauðsynleg ráðstöfun, sem hluti af því verki,“ segir Hrefna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert