Hraunið gæti náð að Bláa lóninu á þremur mínútum

Horft yfir Bláa lónið og í átt að Þorbirni.
Horft yfir Bláa lónið og í átt að Þorbirni. mbl.is/Hákon

„Á meðan það er möguleiki þá verður að taka tillit til þess,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands, um mögulegt eldgos norðvestur af fjallinu Þorbirni.

Í samtali við Morgunblaðið í dag kveðst Þorvaldur aðspurður ekki vilja fullyrða neitt um hvernig hafi verið staðið að undirbúningi fyrir gosið er varðar almannahagsmuni

Segir hann þó að það megi alveg láta framkvæma æfingu, þar sem gosið getur valdið tjóni ef allt fer á versta veg.

 „Við getum fengið kvikustróka sem geta framleitt hraun sem ferðast með nokkurra kílómetra hraða á klukkustund, jafnvel upp undir 20 kílómetra hraða á klukkustund.“

Þorvaldur segir að huga þurfi að innviðum nærri Þorbirni.
Þorvaldur segir að huga þurfi að innviðum nærri Þorbirni. Samsett mynd

Viðbragðstíminn gæti verið mjög skammur

Þorvaldur segir enn fremur að ef kvikan kæmi fyrst á yfirborðið þar sem Illahraunsgígarnir eru, um kílómetra frá Bláa lóninu og Svartsengi, þá gæti viðbragðstími verið mjög skammur ef beðið er eftir að bregðast við gosi þangað til eftir að það er hafið.

Ef svo færi að hraun myndi flæða á 20 kílómetra hraða á klukkustund frá þeim upptökum kílómetra frá Bláa lóninu gæti hraunið þannig komist að baðstaðnum vinsæla á þremur mínútum.

„Ef við tökum við okkur þegar kvika fer að rísa til yfirborðs, þá náttúrlega höfum við meiri tíma,“ segir Þorvaldur.

Ítar­leg­ar er fjallað um jarðhrær­ing­ar á Reykja­nesskaga í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert