Líkur á öflugra gosi aukast

Horft til suðurs með Grindavíkurvegi. Reykurinn úr Svartsengi liðast til …
Horft til suðurs með Grindavíkurvegi. Reykurinn úr Svartsengi liðast til vesturs og í bakgrunni hvílir fjallið Þorbjörn. mbl.is/Hákon

Líkur á öflugra gosi í Svartsengi aukast eftir því sem þrýstingur heldur áfram að byggjast upp í geymsluhólfi kvikunnar á 4-5 kílómetra dýpi.

Þetta segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands.

Þeim mun meira afl yrði í gosinu

„Það er enn þá að flæða inn í þetta geymsluhólf sem er á 4-5 kílómetra dýpi. Eftir því sem meiri kvika flæðir inn, þeim mun meiri þrýstingur byggist upp í því,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið í dag.

„Ef þakið gefur sig, sem getur alveg gerst, þá eftir því sem yfirþrýstingurinn er meiri, þeim mun meiri hraði yrði á risi kvikunnar og meira afl í gosinu. Eftir því sem þessi atburðarás gengur lengur, þá aukast líkurnar á öflugra gosi, alla vega í byrjun.“

Ítarlegar er fjallað um jarðhræringar á Reykjanesskaga í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert