Nafn drengsins sem lést á Ásvöllum

Flaggað var í hálfa stöng hjá íþróttamiðstöð Hauka eftir banaslysið.
Flaggað var í hálfa stöng hjá íþróttamiðstöð Hauka eftir banaslysið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Drengurinn sem lést í slysinu á Ásvöllum í Hafnarfirði fyrir um viku síðan hét Ibrahim Shah Uz-Zaman.

Hann var átta ára, fæddur í janúar 2015.

Þetta kemur fram á vefsíðu Hraunvallaskóla í Hafnarfirði. 

Í tilkynningu á síðunni, sem var birt á laugardaginn, kemur fram að halda átti minningarathöfn um Ibrahim í veislusal Hauka á Ásvöllum í gær. 

„Allir eru hjartanlega velkomnir að koma og minnast elsku Ibrahim með hans nánustu,” segir meðal annars í tilkynningunni.

Tilkynningin á síðu Hraunvallaskóla.
Tilkynningin á síðu Hraunvallaskóla.

Jarðarför Ibrahims fór fram í Gufuneskirkjugarði síðastliðinn föstudag, að því er greint er frá á Facebook-síðu Menningarseturs múslima á Íslandi. 

Drengurinn var á reiðhjóli á bílastæði á milli Ásvallalaugar og íþróttahúss Hauka þegar hann varð fyrir steypubíl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert