Tvær varaaflsstöðvar til Grindavíkur

Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir í samtali við mbl.is að …
Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir í samtali við mbl.is að áætlað sé að HS Veitur taki við stöðvunum síðdegis í dag og að samtal standi yfir við HS Veitur hvort þörf verði fyrir fleiri vélar og þá hvenær þær verði fluttar á svæðið. Ljósmynd/Landsnet

Tvær varaaflsvélar eru væntanlegar til Grindavíkur síðdegis. Landsnet hefur yfir að ráða tíu færanlegum varaaflsvélum og verða tvær þeirra fluttar frá tengivirki Landsnets í Hrútatungu.

Þrjár staðsetningar koma til greina

Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir í samtali við mbl.is að áætlað sé að HS Veitur taki við stöðvunum síðdegis í dag og að samtal standi yfir við HS Veitur hvort þörf verði fyrir fleiri vélar og þá hvenær þær verði fluttar á svæðið.

Að sögn Egils Sigmundssonar, sviðsstjóra rafmagnssviðs HS Veitna, koma þrjár staðsetningar til greina í Grindavík en ákvörðun hefur ekki verið tekin um endanlega staðsetningu vélanna tveggja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert