„Fordæmið þjóðarmorð!“

Nokkuð fjölmennur hópur mótmælir nú fyrir utan Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu. Fólkið veifar palestínskum fánum og mótmælir ríkisstjórn Íslands, sér í lagi snúa mótmælin að Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra.

Hópurinn tók vel undir þegar forsöngvarar hans kyrjuðu hendinguna: „Fordæmið þjóðarmorð!“

Þá hafa heyrst hróp á borð við: „Burt með Bjarna“ og „burt með Katrínu“, þó hið síðarnefnda hafi ekki hlotið jafn góðan hljómgrunn viðstaddra.

Stjórnarandstæðingar gagnrýndu ríkisstjórnina

Hart var sótt að Bjarna Bene­dikts­syni ut­an­rík­is­ráðherra á óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í gær, vegna hjá­setu Íslands við álykt­un Jórdan­íu um vopna­hlé á Gasa á alls­herj­arþingi Sam­einuðu þjóðanna í þar síðustu viku.

Þær Kristrún Frosta­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Viðreisn­ar, beindu báðar fyr­ir­spurn­um sín­um til ut­an­rík­is­ráðherra og gagn­rýndu rík­is­stjórn­ina fyr­ir að vera ekki sam­stíga í af­stöðu sinni til at­kvæðargreiðslunn­ar.

mbl.is/Agnar
mbl.is/Agnar
mbl.is/Agnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert