Grindvíkingar fá tækifæri til að hittast í íþróttahúsinu í Gjánni í Grindavík í dag klukkan 16-18 þar sem verður meðal annars farið yfir stöðuna í sambandi við hugsanlegt eldgos á svæðinu.
Sérfræðingar sem þekkja til mála vegna jarðhræringanna mæta á svæðið sem og fulltrúar frá Björgunarsveitinni Þorbirni, Grindavíkurbæ og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Fólki gefst tækifæri til að ræða við þessa aðila og spyrja þá spurninga.
Boðið verður upp á kaffiveitingar og þá verða hoppukastalar fyrir börnin í íþróttahúsinu. Fram kemur á vef Grindavíkur að fjölmiðlum verði meinaður aðgangur að viðburðinum.