Mikill viðbúnaður sem reyndist óþarfur

„Það er betra að hafa það þannig heldur en hitt.“
„Það er betra að hafa það þannig heldur en hitt.“ mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við héldum að þetta væri eitthvað stórt en svo var þetta ekki neitt.“

Þetta segir varðstjóri á varðstofu Neyðarlínu en mikill viðbúnaður var fyrir skömmu þegar kona var talin hafa farið í sjóinn.

Að sögn varðstjóra var búið að ræsa út björgunarsveitir og setja þyrlu Landhelgisgæslunnar í viðbragðsstöðu.

Blaðamaður mbl.is var að aka Hringbraut fyrir skömmu þegar hann mætti lögreglubíl með slöngubát í eftirdragi og fjórum sjúkrabílum.

„Svo var þetta ekki neitt,“ segir varðstjóri Neyðarlínu. „Það er betra að hafa það þannig heldur en hitt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert