Telja réttlætanlegt að beita ofbeldi

Uppræta þarf þá hugmyndafræði að réttlætanlegt sé að beita ofbeldi þegar ágreiningur eða átök koma upp á milli einstaklinga eða hópa. 

Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, í Dagmálum, þar sem m.a. var rætt um hrinu alvarlegra ofbeldismála sem hafa verið áberandi í íslensku samfélagi síðustu misseri.

„Þetta eru iðulega yngri karlar, að sumu leyti á jaðrinum. Þetta er uppgjör þessara einstaklinga eða hópa og þetta virðist vera einhvers konar hugmyndafræði sem er í kollinum á þessum einstaklingum, að það sé í sjálfu sér réttlætanlegt að beita ofbeldi ef ágreiningur eða átök eða eitthvað slíkt er í gangi,“ segir Helgi.

Til að uppræta þennan hugsunargang þarf að ná til drengjanna, til að mynda með grasrótar- og forvarnarstarfi, að sögn Helga.

Viðtalið er aðgengilegt í heild sinni fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert