Ungir menn í haldi lögreglunnar

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn ræddi við mbl.is um skotárásina í Úlfarsárdal.
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn ræddi við mbl.is um skotárásina í Úlfarsárdal. Samsett mynd

Sexmenningarnir sem eru i haldi lögreglunnar í tengslum við skotárásina í Úlfarsárdal í síðustu viku eru á tvítugs- og þrítugsaldri.

Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is. Mennirnir voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald á föstudaginn.

Safna gögnum

„Rannsókninni miðar ágætlega áfram. Við höfum síðustu daga verið að safna gögnum og vinna með þau og nú erum við að undirbúa yfirheyrslur yfir þessum aðilum,“ segir Grímur en gæsluvarðhald yfir mönnunum lýkur á föstudaginn. 

Lögreglan telur að ágreiningur á milli fólks sem tilheyrir einhverjum hópum hafi verið kveikjan að skotrárásinni í Úlfarsárdal. Hún hefur áhyggjur af því að þessar erjur geti haldið áfram og segir Grímur að lögreglan muni reyna að bregðast við því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert