Snjóflóðahætta er á svæði Hlíðarfjalls og efra svæðið er sérstaklega varhugavert. Þrjú flóð hafa þegar fallið þennan sólarhringinn.
Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Hlíðarfjalls Akureyri.
Snjógryfja sem starfsmenn Hlíðarfjalls gerðu í 660 metra hæð í gær sýndi veikleik á tæplega 40 sm dýpi þar sem yfirborðhrímkristallar hafa grafist undir nýjum vindfleka sem myndaðist um helgina að því er segir í færslu ofanflóðavaktar Veðurstofu Íslands.
Sökum kuldatíðar undanfarið myndaðist yfirborðshrím á nokkrum stöðum. Yfirborðshrímið gætu hafa orðið að veiku lagi í snjóþekju þegar snjóaði ofan á hrímið um og eftir síðustu helgi.
Snjóflóð féll í Smugunni í Hlíðarfjalli, líklega í gær í kjölfar þess að hrímlagið grófst í éljaganginum um helgina.
Önnur snjógryfja var gerð í dag í Kúlusúkk við hlið snjóflóðsins. Sú gryfja sýndi svipaðar aðstæður og sú fyrri.