Varaleiðir settar upp og fjarstýring gerð möguleg

Svartsengi sveipað rökkurhúmi. Undir niðri krauma kraftar og ógna þeirri …
Svartsengi sveipað rökkurhúmi. Undir niðri krauma kraftar og ógna þeirri virkjun sem annars nýtir þá. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjar­skipta­fyr­ir­tækið Sím­inn hef­ur bætt við vara­leiðum fyr­ir fjar­skipti við orku­verið í Svartsengi.

Sett­ir hafa verið upp nýir farsíma­send­ar og aðrir send­ar upp­færðir, auk þess sem ör­bylgju­sam­band hef­ur verið sett upp til að tryggja ör­yggi starfs­fólks, veg­far­enda og viðbragðsaðila á svæðinu ef eld­gos hefst í námunda við orku­verið.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Sím­an­um.

Seg­ir þar að fjar­skipti séu mik­il­væg­ir innviðir og því sé það skylda Sím­ans að bú­ast und­ir þær fjöl­mörgu sviðsmynd­ir sem vís­inda­fólk hafi sett fram.

Tryggja fjar­skipti við ýms­ar aðstæður

„Orku­ver eru sam­fé­lags­lega mik­il­væg­ir innviðir og því höf­um við átt í mjög góðu sam­starfi við HS Orku síðustu daga til að tryggja að fjar­skipti á starfs­svæði þeirra við hinar ýmsu aðstæður,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Með því að tryggja ör­yggi okk­ar innviða á svæðinu ger­um við HS Orku einnig kleift að fjar­stýra orku­ver­inu í Svartsengi frá Reykja­nes­virkj­un ef rýma þarf Straumsengi og mun­um áfram fylgj­ast með stöðu mála og gera allt sem í okk­ar valdi stend­ur til að tryggja ör­yggi okk­ar innviða á svæðinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert