Upplýsingafundur vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga hefst í Stapa Hljómahöll klukkan 20 í kvöld.
Fundurinn er haldinn á vegum almannavarnanefndar Suðurnesja, utan Grindavíkur.
Beint streymi frá fundinum:
Fulltrúar frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Veðurstofunni, HS Orku, HS Veitum verða með framsögur og gefst fundargestum tækifæri til að spyrja spurninga í lok fundar.
Meðal þeirra sem koma fram eru Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri og jarðskjálftafræðingur á Veðurstofunni, og Páll Erland, forstjóri HS Veitna.