Handtekinn í tengslum við mögulegt rán

Einn hefur verið handtekinn í tengslum við mögulegt rán í Reykjavík. Sá gistir nú fangageymslur en hann var ósamvinnuþýður, fór ekki að fyrirmælum lögreglu og neitaði að segja til nafns.

Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu vegna verkefna hennar frá því seinni partinn í gær þar til snemma í morgun.

Þá var tilkynnt um innbrot og þjófnað í heimahúsi í Reykjavík þar sem eitthvað var tekið af verðmætum.

Tilkynnt var um grunnsamlegar mannaferðir í miðborginni en þegar lögregla kom á vettvang var þar ekkert að sjá. 

Þá var lögregla kölluð til vegna einhvers sem kom síðar í ljós að virtist líkelga vera biluð ljósapera en tilkynnt var um blikkandi ljós úr íbúið í  Hafnarfirði. Ekki þótti ástæða til frekari aðgerða en að skipta um peruna en engum sögum fór að því hvort lögregla hafi gengið í verkið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka