Heimsþing kvenleiðtoga haldið í sjötta sinn

Frá þingi WPL í Hörpu árið 2017. Vigdís Finnbogadóttir er …
Frá þingi WPL í Hörpu árið 2017. Vigdís Finnbogadóttir er sérstakur verndari þingsins. mbl.is/Eggert

Heimsþing kven­leiðtoga verður haldið í sjötta sinn í Hörpu dag­ana 13. og 14. nóv­em­ber.

Vig­dís Finn­boga­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­seti Íslands, er sér­stak­ur vernd­ari þings­ins en það er haldið í sam­starfi við alþjóðlegu þing­kvenna­sam­tök­in Women Political Lea­ders (WPL), rík­is­stjórn Íslands, Alþingi, auk fjölda er­lendra og inn­lendra sam­starfsaðila, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu.

Heimsþingið hefst 13. nóv­em­ber klukk­an 9 með form­legri opn­un og í kjöl­farið verður sam­tal við ís­lensk­ar stjórn­mála­kon­ur um stöðu jafn­rétt­is­mála á Íslandi.

Meðal þeirra sem fram koma eru Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, fyrr­ver­andi ráðherra og borg­ar­stjóri og stofn­andi Reykja­vík Global For­um, Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra, Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, og Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert