Heimsþing kvenleiðtoga haldið í sjötta sinn

Frá þingi WPL í Hörpu árið 2017. Vigdís Finnbogadóttir er …
Frá þingi WPL í Hörpu árið 2017. Vigdís Finnbogadóttir er sérstakur verndari þingsins. mbl.is/Eggert

Heimsþing kvenleiðtoga verður haldið í sjötta sinn í Hörpu dagana 13. og 14. nóvember.

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari þingsins en það er haldið í samstarfi við alþjóðlegu þingkvennasamtökin Women Political Leaders (WPL), ríkisstjórn Íslands, Alþingi, auk fjölda erlendra og innlendra samstarfsaðila, að því er fram kemur í tilkynningu.

Heimsþingið hefst 13. nóvember klukkan 9 með formlegri opnun og í kjölfarið verður samtal við íslenskar stjórnmálakonur um stöðu jafnréttismála á Íslandi.

Meðal þeirra sem fram koma eru Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi ráðherra og borgarstjóri og stofnandi Reykjavík Global Forum, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert