Líklegast að landrisið við Þorbjörn hætti

Krist­ín Jóns­dótt­ir, deild­ar­stjóri og jarðskjálfta­fræðing­ur á Veður­stof­unni, segir í samtali …
Krist­ín Jóns­dótt­ir, deild­ar­stjóri og jarðskjálfta­fræðing­ur á Veður­stof­unni, segir í samtali við mbl.is að líklegast sé að landrisið í nágrenni við Þorbjörn á Reykjanesskaga hætti. mbl.is/Kristinn Magnússon

Krist­ín Jóns­dótt­ir, deild­ar­stjóri og jarðskjálfta­fræðing­ur á Veður­stof­unni, segir í samtali við mbl.is að líklegast sé að landrisið í nágrenni við Þorbjörn á Reykjanesskaga hætti.

Á upplýsingafundi almannavarna Suðurnesja, utan Grindavíkur, var Kristín með erindi þar sem hún útskýrði fyrir fundargestum hvaða náttúruöfl væru að verki og ræddi ýmsar sviðsmyndir.

Hún sagði þó mikilvægt að muna að „langlíklegast“ væri að landrisið myndi hætta. Spurð út í þessi orð segir hún að það sé rökstutt á þeim grundvelli að þannig hafi það verið síðast þegar landris var við Þorbjörn. 

En er þetta ekki mun meira landris en venjulega?

„Já þetta er stærra, það er vissulega rétt, en langflest innskot verða aldrei að eldgosum,“ segir Kristín.

Fá dæmi á heimsvísu um svona láréttar syllur

Kristín útskýrði á fundinum hvernig svokallað syllur virka, staður sem kvikuinnskotið flæðir inn á, og fór yfir þá syllu sem er undir Þorbirni. Hún er sérstök að því leytinu til að hún er lárétt en ekki lóðrétt eins og til dæmis undir Fagradalsfjalli. Hún segir ekki vera mörg dæmi um láréttar syllur eins og nú virðist vera undir Þorbirni.

„Þetta eru nefnilega ekki mörg tilvik sem við hreinlega vitum af í fræðibókum, þá er ég að tala um á heimsvísu, en það var að einhverju leyti sambærilegt innskotið í Eyjafjallajökli. En auðvitað er Eyjafjallajökull allt öðruvísi eldfjall þannig við getum ekki alveg borið það saman.“

Spurð að því hvort að slíkur skortur á gögnum geri ekki erfiðara fyrir að greina það hvort að það verði eldgos eða ekki segir hún svo vera.

„Já það má í kannski segja það. Við erum ekki með það mörg dæmi þar sem höfum verið að fylgjast með svona í rauntíma. Þannig það er alveg satt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka