Næstum 20 þúsund skjálftar frá upphafi hrinunnar

Þetta kort frá Veðurstofu Íslands sýnir staðsetningu jarðskjálftanna frá því …
Þetta kort frá Veðurstofu Íslands sýnir staðsetningu jarðskjálftanna frá því hrinan hófst. Kort/Veðurstofa Íslands

Næstum 20 þúsund jarðskjálftar hafa orðið á Reykjanesskaga síðan skjálftahrinan á svæðinu hófst 25. október.

Síðasta sólarhringinn hafa orðið 1.200 jarðskjálftar, flestir á milli Þorbjörns og Sýlingafells. Frá miðnætti hafa um 570 skjálftar mælst, sá stærsti 3,4 um hálfeittleytið í nótt. 

„Þetta er svipað og hefur verið,” segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Enn á 4-5 km dýpi

Hann segir skjálftavirknina og kvikuna enn vera á 4 til 5 kílómetra dýpi og landris heldur áfram á svipuðum hraða.

Áfram má búast við hviðukenndri skjálftavirkni á meðan kvikusöfnun er í gangi, bætir Bjarki við.

Virkjunin í Svartsengi. Miðja landrissins er talin vera þar nærri.
Virkjunin í Svartsengi. Miðja landrissins er talin vera þar nærri. mbl.is/Hákon

Stuttur fundur var haldin á Veðurstofunni í morgun til að fara yfir gögn, þar á meðal gervitunglamyndir og jarðskjálftavirkni. Engin merki eru um að kvika sé að færast upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka