Ofbeldisbrotin koma inn af miklum þunga

Auknar áhyggjur Íslendinga undanfarið ár af ofbeldisbrotum endurspeglar hrinu ofbeldisverka í íslensku samfélagi. 

Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands. Hann er gestur í nýjasta þætti Dagmála.

„Sögulega séð þá hefur helsta skýring afbrota – eins og Íslendingar upplifa það, verið áfengis- eða fíkniefnavandi. Og kannski sá afbrotavandi sem við höfum verið að glíma við og höfum mestar áhyggjur af eru einmitt fíkniefnalagabrot eða fíkniefnaneysla,“ segir Helgi. 

Í niðurstöðum viðhorfsmælinga sem framkvæmdar voru í sumar kvað þó við nýjan tón.

„Ofbeldisbrotin eru að koma inn af miklum þunga og meiri þunga en við höfum áður séð í okkar mælingum. Þessi ofbeldisbrot og þessi hrina ofbeldisverka sem við höfum séð í okkar samfélagi, hvort sem það eru manndráp, aukinn hnífaburður, gengjamyndanir, einstök mál, kannski Rauðagerðismálið, Bankastrætis club-málið, eru allt svona mál sem liggja dálítið á okkur sem áhyggjuefni, að það sé þarna einhver þróun í gangi sem við virkilega þurfum að taka alvarlega á. Þetta birtist einmitt mjög skýrt í mælingu okkar í sumar og við höfum ekki séð áður með sama hætti,“ segir Helgi.

Þátturinn er aðgengilegur áskrifendum Morgunblaðsins í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert