Snarpar vindhviður í Öræfum og Mýrdal

Kort/Veðurstofa Íslands

Búast má við snörpum vindhviðum í Öræfum og Mýrdal eftir hádegi í dag og fram á nótt. Ökumenn eru hvattir til að aka varlega á þeim slóðum.

Í dag má þá búast við austan og norðaustan 8-15 metrum á sekúndu en 15-23 metrum suðaustan til. Gera má ráð fyrir skúrum eða slydduéljum en yfirleitt bjartviðri suðvestan- og vestanlands.

Hiti verður frá frostmarki og að 7 stigum að deginum, mildast á Suðausturlandi.

Það dregur smám saman úr vindi í nótt og á morgun og búast má við norðaustan 5-13 annað kvöld. Dálítil él eða slydduél verða að líkindum fyrir norðan og austan en annars víða léttskýjað. Heldur svalara verður á morgun.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert