„Það eru allir vopnum búnir þar“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 2:14
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 2:14
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

„Við lít­um allt of lítið til Fær­eyja,“ seg­ir Helgi Gunn­laugs­son, pró­fess­or í af­brota­fræði við Há­skóla Íslands, þegar talið berst að vopna­b­urði ís­lensku lög­regl­unn­ar og umræðunni um raf­varn­ar­vopn, í Dag­mál­um.

Helgi vek­ur at­hygli á að þrátt fyr­ir að sam­fé­lagið í Fær­eyj­um þyki afar friðsælt, líkt og það ís­lenska, séu lög­regluþjón­ar vopnaðir skamm­byss­um.

„Það eru all­ir vopn­um bún­ir þar, þeir eru með skamm­byss­ur – hver ein­asti lög­reglumaður þar. Þeir beita henni aldrei en þeir hafa aðgengi að því. Þeir eru bara vel menntaðar lög­regl­ur.“

Hann seg­ir aðal­atriðið í þessu sam­hengi að lög­regluþjón­ar séu vel þjálfaðir.

Viðtalið er aðgengi­legt áskrif­end­um Morg­un­blaðsins í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert