Vilja úttekt á póstlögum

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram á þingi beiðni um að …
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram á þingi beiðni um að ríkisendurskoðandi geri úttekt á framkvæmd og eftirliti með lögum um póstþjónustu. Óli Björn Kárason þingmaður segir frá þessu í grein í Morgunblaðinu í dag. Samsett mynd/mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa lagt fram á þingi beiðni um að rík­is­end­ur­skoðandi geri út­tekt á fram­kvæmd og eft­ir­liti með lög­um um póstþjón­ustu.

Óli Björn Kára­son þingmaður seg­ir frá þessu í grein í Morg­un­blaðinu í dag þar sem einnig kem­ur fram að óskað sé eft­ir að dregið verði fram hvernig Póst- og fjar­skipta­stofn­un, sem áður hafði eft­ir­lit með starf­semi Ísland­s­pósts, og síðar Byggðastofn­un, sem hef­ur það hlut­verk nú, hafi tek­ist að upp­fylla lög­bundið hlut­verk sitt og ákvæði laga um póstþjón­ustu.

Ef­ast um rétt­mæti greiðslu á tæp­um 1.700 millj­ón­um

Þá verði dregið fram hvort fram­lög til Ísland­s­pósts vegna veit­ing­ar alþjón­ustu séu rétt reiknuð og hvernig gjald­skrár­breyt­ing­um var háttað. Í grein­inni lýs­ir Óli Björn efa­semd­um um rétt­mæti þess að eft­ir­litsaðilar skuli hafa ákveðið að ríkið skyldi greiða Ísland­s­pósti tæp­ar 1.700 millj­ón­ir kr. vegna ár­anna 2020-2022, „þegar grunn­skil­yrði um fjár­fram­lög virðast ekki hafa verið upp­fyllt“.

Í því sam­bandi nefn­ir hann að gjald­skrá Ísland­s­pósts hafi ekki upp­fyllt ákvæði laga um að gjald­skrá­in skuli taka mið af raun­kostnaði við að veita þjón­ust­una að viðbætt­um hæfi­leg­um hagnaði.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

  • Engin mynd til af bloggara Gunn­ar Heiðars­son: OHF
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka