Borgin leitar umsagna um styttu séra Friðriks

Borgarráð mun leita umsagna af hálfu KFUM, KFUK og Listasafns …
Borgarráð mun leita umsagna af hálfu KFUM, KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort beri að fjarlægja styttuna af Séra Friðriki og dregnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Borgarráð mun leita umsagna af hálfu KFUM, KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort beri að fjarlægja styttuna af séra Friðriki og dregnum sem stendur að horni Amtmannsstígs og Lækjargötu.

Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, lagði fram tillöguna og var hún samþykkt á borgaráðsfundi fyrr í dag.

Hugmynd um leiktæki í stað styttunnar

Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, Sanna Magdalena Mörtudóttir lagði fram bókun við tillöguna, þar sem lagt er til að á meðan beðið væri umsagna vegna málsins bæri að hylja styttuna. 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins, Kolbrún Áslaug Baldursdóttir lagði fram bókun þess efnis að fjarlægja ætti styttuna sem fyrst, svo að málið dagi upp. 

Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna, Líf Magneudóttir studdi tillögu borgarstjóra að leita fleiri álita um málið, en lagði til að endurhugsa svæðið í kring og að til dæmis væri hægt að koma fyrir leiktæki eða annað sem gæti glatt börn eða aðra vegfarendur sem ungir eru í anda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka