Eiga eftir að rýma tvö herbergi á Silica hótelinu

Gestir á Silica hótel við Bláa lónið hafa að stærstum …
Gestir á Silica hótel við Bláa lónið hafa að stærstum hluta farið á brott í nótt og dag eftir jarðskjálfta næturinnar. mbl.is/Arnþór

Vinna við að rýma hótel Bláa lónsins stendur enn yfir en samkvæmt upplýsingum mbl.is eru síðustu gestirnir að skrá sig út. Eru gestir enn í tveimur herbergjum á Silica hótelinu.

Stórir skjálftar riðu yfir Svartsengi í nótt, sá stærsti 4,8 að stærð. Ákvörðun var tekin um að loka Bláa lóninu í eina viku frá og með deginum í dag.

Megin­á­stæður eru sagðar trufl­un á upp­lif­un gesta í nótt og langvar­andi aukið álag á starfs­menn, að því er fram kemur í tilkynningu. Bláa lónið rekur tvö hótel á svæðinu, Retreat og Silica hótelið.

Ákvörðun var tekin um að loka Bláa lóninu í viku.
Ákvörðun var tekin um að loka Bláa lóninu í viku. mbl.is/Arnþór

Víkurfréttir greindu frá því í nótt að tugir óttasleginna gesta hafi sóst eftir því að komast í burtu frá Bláa lóninu í kjölfar jarðskjálftahrinunnar sem hófst upp úr miðnætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka