Eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Vesturvör, Kópavogi á fimmta tímanum.
Lárus Steindór Björnsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkvilið ný komið á staðinn og að líklega sé um minniháttar eld að ræða.
„Þeir voru ekki að fara að draga einhverjar slöngur inn, það var verið að biðja um eitt léttvatnstæki, venjulegt slökkvitæki,“ segir Lárus í samtali við mbl.is.