Landsréttur hefur hafnað beiðni manns, sem vildi starfa sem verjandi í eigin dómmáli.
Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður úrskurðað manninn í gæsluvarðhald, þó ekki lengur en til 19. mars 2024.
Héraðsdómur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald 31. október, en hann á sér langan brotaferil að baki.
Er úrskurðurinn til kominn vegna fjölda brota sem varða við almenn hegningarlög og sérrefsilög. Er manninum gert að sæta gæsluvarðhalds á meðan dómsmeðferð málsins fer fyrir Landsrétt.
Maðurinn skaut málinu til Landsréttar, en þar krafðist hann að úrskurður Héraðsdóms yrði felldur úr gildi og að hann fengi sjálfur að halda uppi vörnum í máli sínu.
Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms og taldi manninn ekki hæfan til að halda sjálfur uppi vörnum í málinu.