Fréttir um lokun Bláa Lónsins rata í heimspressuna

Bláa lóninu hefur verið lokað tímabundið.
Bláa lóninu hefur verið lokað tímabundið. mbl.is/Árni Sæberg

Fréttir um lokun Bláa lónsins hafa ratað í heimspressuna en fréttaveita AFP greinir í dag frá lokun lónsins.

Í tilkynningu frá Bláa Lóninu sem barst snemma í morgun kemur fram að tekin hafi verið ákvörðun um að loka lóninu í eina viku. Meginástæður eru sagðar truflun á upplifun gesta í nótt og langvarandi aukið álag á starfsmenn.

„Hið fræga Bláa lón, jarðhitaheilsulind á Íslandi, greindi frá því í dag að það sé búið að loka tímabundið sem sé varúðarráðstöfun eftir að þúsundir lítilla nýlegra jarðskjálfta ollu ótta um hugsanlegt eldgos,“ segir meðal annars  í frétt AFP-fréttaveitunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert