Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál, efnir til NATO-skóla nk. laugardag, 11. nóvember. Er þetta í þriðja skipti sem Varðberg stendur fyrir skóla sem þessum og verður hann að þessu sinni í samstarfi við Skjöld, félag ungs fólks um öryggis- og varnarmál.
NATO-skóli Varðbergs er eins konar örskóli um Atlantshafsbandalagið (NATO) og veru Íslands í bandalaginu. Að þessu sinni verða fyrirlesarar sjö talsins. Þeir eru:
Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra og fyrrverandi formaður Varðbergs, Sóley Kaldal, aðalsamningamaður í fiskveiðisamningum hjá matvælaráðuneytinu, Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Bryndís Bjarnadóttir, sérfræðingur í netöryggissveit Íslands CERT-ÍS, Sveinn Helgason, stjórnmálafræðingur og fyrrverandi friðargæsluliði, Diljá Mist Einarsdóttir formaður utanríkismálanefndar og John Fay, höfuðsmaður og varnarmálafulltrúi.
Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburð Varðbergs og má á Facebook-síðu samtakanna meðal annars nálgast upplýsingar um skráningu. Þátttaka er án endurgjalds en sætafjöldi er takmarkaður. Með NATO-skólanum vill Varðberg auka þekkingu fólks, einkum á aldrinum 15-35 ára, á NATO.