Öflugur skjálfti á suðvesturhorninu

Horft til suðurs með Grindavíkurvegi. Reykurinn úr Svartsengi liðast til …
Horft til suðurs með Grindavíkurvegi. Reykurinn úr Svartsengi liðast til vesturs og í bakgrunni hvílir fjallið Þorbjörn. mbl.is/Hákon

Enn einn öflugi skjálftinn reið yfir suðvesturhorn landsins klukkan 01.24.

Fyrstu mælingar benda til þess að skjálftinn hafi verið 4,7 að stærð. Átti hann upptök sín undir norðurhlíðum Þorbjarnar, skammt suður af Bláa lóninu og Svartsengisvirkjun.

Skjálftinn fylgir í kjölfar fjölda annarra í afar kröftugri hrinu sem hófst upp úr miðnætti í nótt.

Fleiri skjálftar hafa þegar fylgt í kjölfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka