Órólegir Grindvíkingar rúnta inn í nóttina

Grindvíkingar hafa margir hverjir átt erfitt með að festa svefn eftir að kröftug jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga rétt eftir miðnætti. Hafa einhverjir brugðið á það ráð að fara á rúntinn til að finna ekki fyrir skjálftunum. 

Stærsti skjálftinn í hrinunni mældist 5 að stærð og varð hann korteri fyrir eitt.

Einn Grindvíkingur sem mbl.is ræddi við sagði að talsvert væri af bílum á götum bæjarins rétt eftir klukkan tvö í nótt. Sagðist hún finna gríðarlega vel fyrir skjálftunum á heimili sínu en hún býr vestast í bænum, næst Bláa lóninu.

Skjálftarnir hafa fundist vel í Bláa lóninu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert