Skjálftinn reyndist 4,8 að stærð

Horft til suðurs með Grindavíkurvegi. Reykurinn úr Svartsengi liðast til …
Horft til suðurs með Grindavíkurvegi. Reykurinn úr Svartsengi liðast til vesturs og í bakgrunni hvílir fjallið Þorbjörn. mbl.is/Hákon

Stærsti skjálftinn í öflugu hrinunni, sem hófst upp úr miðnætti í nótt og stóð fram í nóttina, hefur nú verið metinn 4,8 að stærð.

Þar áður var skjálftinn talinn hafa verið af stærðinni 5,0, en hann reið yfir klukkan 00.46 í nótt.

Átti hann upptök sín skammt vestur af Þorbirni, suður af Bláa lóninu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert