Stærsti skjálftinn frá upphafi hrinunnar

Kort/Map.is

Kröftug jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga skömmu eftir miðnætti í nótt. Stærsti skjálftinn mældist 5 að stærð og reið hann yfir kl. 00.46. Voru upptök hans rétt vestur af Þorbirni. 

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að um 200 skjálftar hafi mælst frá miðnætti. 

Búast má við áframhaldandi jarðskjálftavirkni. Engar vísbendingar eru um gosóróa að svo stöddu að því er segir í tilkynningunni. 

Fundust í Borgarnesi

Hrinan hófst á skjálfta af stærðinni 4,2 kl. 00.02 og fannst sá vel í byggð. Um tíu mínútum seinna reið annar skjálfti yfir. Reyndist hann vera 4,4 að stærð. Voru upptök þeirra við Sýlingafell. Fylgdi talsverður fjöldi af minni skjálftum í kjölfarið. 

Sem fyrr segir reið stærsti skjálfti hrinunnar til þessa yfir kl. 00.46 og var hann 5 að stærð. Sjö mínútum seinna reið annar skjálfti yfir. Mældist hann 3,5 að stærð. 

Fimmti skjálftinn reið svo yfir kl. 01.24 og gefa fyrstu tölur Veðurstofunnar til kynna að hann hafi verið litlu minni en sá stærsti, 4,7 að stærð. 

Veðurstofan hefur fengið tilkynningar um skjálftana allt frá Reykjanesskaga upp í Borgarnes. 

Fylgjast má með beinni útsendingu mbl.is af Þorbirni hér fyrir neðan.

Fréttin var uppfærð kl. 01.51.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka