„Það hefur bara verið góð losun í nótt“

Horft til suðurs með Grindavíkurvegi. Reykurinn úr Svartsengi liðast til …
Horft til suðurs með Grindavíkurvegi. Reykurinn úr Svartsengi liðast til vesturs og í bakgrunni hvílir fjallið Þorbjörn. mbl.is/Hákon

Of snemmt er að segja til um hvaða þýðingu sú aukna virkni skjálfta í stærri kantinum á Svartsengissvæðinu í nótt hafi.

„Sérfræðingarnir munu hafa nóg að gera þegar þeir mæta til vinnu. Þetta eru bara spennulosanir í nótt. Það er mikill þrýstingur og spenna á svæðinu. Það hefur bara verið góð losun í nótt,“ segir Minney Sigurðardóttir náttúruvársérfræðingur.

Tæplega 700 skjálftar frá miðnætti

Hún segir að það hafi dregið verulega úr hrinunni síðan skjálfti reið yfir rétt fyrir þrjú í nótt sem reyndist vera 4,3 að stærð.

„Það er stöðug smáskjálftavirkni en það hafa ekki verið neinir stórir skjálftar síðan þá.“

Alls hafa tæplega 700 skjálftar mælst á svæðinu frá miðnætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert