Vísbendingar eru um að fólk hafi hafst við í kjallaranum að Sóltúni 20, þar sem mikið magn matvæla fannst við óheilsusamlegar aðstæður. Koddar, dýnur, matarílát og tjald fundust í kjallaranum, sem var óhreinn og ekki meindýraheldur.
Hefur heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur upplýst lögreglu um mögulega dvöl fólks í rýminu. Þetta kemur fram í eftirlitsskýrslu eftirlitsins.
Vy-Þrif voru með kjallarann á leigu en Davíð Viðarsson, eigandi þrifafyrirtækisins, er stórtækur veitingamaður og á m.a. Vietnam market og 40% hlut í WOKON Mathöll ehf.
Í eftirlitsskýrslum HER segir að kjallarinn hafi verið óhreinn og ekki meindýraheldur. Megn meindýralykt var í kjallaranum og fundust þar bæði Lifandi og dauðar mýs og rottur.