Ashley Judd á heimsþingi í Hörpu

Leikkonan Ashley Judd verður meðal gesta á Heimsþingi kvenleiðtoga í …
Leikkonan Ashley Judd verður meðal gesta á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu. Ljósmynd/Árni Sæberg/Wikipedia

Yfir 500 kvenleiðtogar taka þátt í Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu, mánudaginn 13. nóvember. Meðal gesta eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og bandaríska leikkonan Ashley Judd. 

Vig­dís Finn­boga­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­seti Íslands, er sér­stak­ur vernd­ari þings­ins, en stofnandi og stjórnarformaður þess er Hanna Birna Kristjánsdóttir. 

Leggja áherslu Reykvíska aðgerðarliði

„Á þessu heimsþingi munum við taka umræðuna lengra og kynna það sem við köllum Reykjavík Action Items þar sem við hvetjum alþjóðlega kvenleiðtoga til að leggja áherslu á fjórar lykilaðgerðir til að efla jafnrétti í heiminum: launajafnrétti, jafnari hlut kynjanna við ákvarðanatöku, jafnt fæðingarorlof foreldra og aðgerðir til að binda enda á kynbundið ofbeldi,“ segir Hanna Birna. 

Yfirskrift heimsþingsins í ár er „Power, Together for Leadership“ sem vísar til mikilvægis forystu og fjölda kvenna í leiðtogahlutverkum.

Væntanlegar eru til landsins kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum, vísindum og alþjóðastofnunum og er tilgangurinn að gefa þátttakendum tækifæri til að ræða og skiptast á hugmyndum um hvernig kvenleiðtogar geti beitt sér fyrir betra samfélagi, auknu jafnrétti milli kynja og valdeflingu kvenna í sem víðustu samhengi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert