Breytir póstmarkaði mikið

Ljósmynd/Pósturinn

Byggðastofn­un hef­ur birt ákvörðun þar sem skil­grein­ing­ar á virk­um og óvirk­um markaðssvæðum á póst­markaði hafa verið end­ur­skoðaðar.

Fyrri skil­grein­ing­ar hafa sætt tölu­verðri gagn­rýni. Þá ekki síst verið tald­ar valda rösk­un á sam­keppn­ismörkuðum, en á grund­velli þeirra skil­grein­inga hef­ur Póst­in­um verið út­hlutað veru­legu fé úr rík­is­sjóði frá byrj­un árs 2020.

Ákvörðunin fel­ur í sér tölu­verða breyt­ingu á virk­um og óvirk­um markaðssvæðum og viðbúið að ný skil­grein­ing á óvirk­um markaðssvæðum muni fela í sér aukna niður­greiðslu rík­is­ins vegna bréfa­send­inga. Þá er viðbúið að breyt­ing­in muni hafa áhrif á gjald­töku vegna pakka­send­inga.

Vísað til sam­keppni

Byggðastofn­un fjall­ar um rök Pósts­ins fyr­ir því að óska eft­ir breyttri skil­grein­ingu á virk­um og óvirk­um markaðssvæðum fyr­ir allt að 10 kg pakka inn­an­lands. Vísað er til þess að sam­keppni hafi auk­ist gríðarlega síðastliðin ár og „því sé ekki leng­ur þörf á því að skylda ein­hvern einn aðila til þess að sinna þjón­ustu sem marg­ir kjósa að gera nú þegar á viðskipta­leg­um for­send­um.“

Verður þetta að óbreyttu ein veiga­mesta breyt­ing­in á gjald­skrá póst­send­inga á Íslandi síðan Póst­ur­inn fékk að inn­heimta viðbót­ar­gjald fyr­ir er­lend­ar póst­send­ing­ar árið 2019, í kjöl­far mik­ils taps á þeim.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert