Breytir póstmarkaði mikið

Ljósmynd/Pósturinn

Byggðastofnun hefur birt ákvörðun þar sem skilgreiningar á virkum og óvirkum markaðssvæðum á póstmarkaði hafa verið endurskoðaðar.

Fyrri skilgreiningar hafa sætt töluverðri gagnrýni. Þá ekki síst verið taldar valda röskun á samkeppnismörkuðum, en á grundvelli þeirra skilgreininga hefur Póstinum verið úthlutað verulegu fé úr ríkissjóði frá byrjun árs 2020.

Ákvörðunin felur í sér töluverða breytingu á virkum og óvirkum markaðssvæðum og viðbúið að ný skilgreining á óvirkum markaðssvæðum muni fela í sér aukna niðurgreiðslu ríkisins vegna bréfasendinga. Þá er viðbúið að breytingin muni hafa áhrif á gjaldtöku vegna pakkasendinga.

Vísað til samkeppni

Byggðastofnun fjallar um rök Póstsins fyrir því að óska eftir breyttri skilgreiningu á virkum og óvirkum markaðssvæðum fyrir allt að 10 kg pakka innanlands. Vísað er til þess að samkeppni hafi aukist gríðarlega síðastliðin ár og „því sé ekki lengur þörf á því að skylda einhvern einn aðila til þess að sinna þjónustu sem margir kjósa að gera nú þegar á viðskiptalegum forsendum.“

Verður þetta að óbreyttu ein veigamesta breytingin á gjaldskrá póstsendinga á Íslandi síðan Pósturinn fékk að innheimta viðbótargjald fyrir erlendar póstsendingar árið 2019, í kjölfar mikils taps á þeim.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka