Búið að gera við Grindavíkurveg en mun ekki opna

Grindavíkurvegur verður áfram lokaður þrátt fyrir að bráðabrigðaviðgerðum á sprungum sé lokið. Sprunga myndaðist í veginum fyrr í kvöld eftir öflugan skjálfta og var honum lokað í kjölfarið.

Vegagerðin segir frá þessu á Facebook síðu-sinni en vegna viðvarandi skjálftavirkni á svæðinu verður vegurinn áfram lokaður að beiðni lögreglu.

Vegurinn er auk þess nokkuð laskaður þrátt fyrir viðgerðir. Ákvarðanir verða teknar í ljósi aðstæðna en staðan er metin jafnóðum. Unnið er að fullu við að hálkuverja hjáleiðir um Nesveg og Suðurstrandarveg.

Bráðabirgðaviðgerðum á Grindavíkurvegi er lokið eftir að sprunga myndaðist í …
Bráðabirgðaviðgerðum á Grindavíkurvegi er lokið eftir að sprunga myndaðist í honum. Samsett mynd
Sprungur mynduðust í Grindavíkurvegi eftir öflugan skjálfta í kvöld.
Sprungur mynduðust í Grindavíkurvegi eftir öflugan skjálfta í kvöld. Ljósmynd/Vegagerðin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert